Hjólum í Garðabæ
Garðabær tekur þátt í samgönguvikunni og hvetur íbúa til að velja fjölbreyttar og vistvænar samgöngur. Í Garðabæ eru fjölmargir hjóla og göngustígar, sem eru hluti af samgönguneti Garðabæjar en tengja bæinn einnig við nærliggjandi sveitarfélög. Í bænum má einnig finna þrjá viðgerðastanda fyrir reiðhjól sem öll geta notfært sér.
Garðbæingar eru hvattir til að kynna sér dagskrá Samgönguviku og fara út að hjóla, ganga eða hlaupa. Í leiðsagnarappinu Wappinu má finna fjölmargar skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir í Garðabæ. Leiðirnar eru með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku. https://www.gardabaer.is/mannlif/utivist/wapp-leidsagnarapp/